Kærleikur Sjá einnig Elska, ást; Samúð, meðaumkun; Velferð; Þjónusta Hin hreina ást Krists (Moró 7:47); kærleikurinn sem Kristur ber til mannanna barna og sem mannanna börn ættu að bera hvert til annars (2 Ne 26:30; 33:7–9; Et 12:33–34); æðsta, göfugasta, sterkasta tegund ástar, ekki bara hlýhugur. Þekkingin blæs menn upp, en kærleikurinn byggir upp, 1 Kor 8:1. Kærleikurinn, hrein ást, er næstum öllu æðri og fremri, 1 Kor 13. Markmið þessarar hvatningar er kærleikur af hreinu hjarta, 1 Tím 1:5. Í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika, 2 Pét 1:7. Drottinn Guð hefur gefið boðorð um, að allir menn skuli eiga kærleika, 2 Ne 26:30 (Moró 7:44–47). Gætið þess að eiga trú, von og kærleika, Al 7:24. Sú elska sem Drottinn ber til manna er kærleikur, Et 12:33–34. Skorti menn kærleik, geta þeir ekki erft þann stað sem þeim er fyrirbúinn í híbýlum föðurins, Et 12:34 (Moró 10:20–21). Moróní ritaði orð Mormóns um trú, von og kærleika, Moró 7. Kærleikurinn gjörir menn hæfa fyrir Guðs verk, K&S 4:5–6 (K&S 12:8). Klæðist bandi kærleikans, K&S 88:125. Lát brjóst þitt vera fullt af kærleika, K&S 121:45.