Prédika Sjá einnig Fagnaðarerindi; Trúboðsverk Að flytja boðskap sem veitir betri skilning á reglum fagnaðarerindisins eða kenningu. Drottinn hefur smurt mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap, Jes 61:1 (Lúk 4:16–21). Legg af stað og far til Níníve og flyt henni boðskap, Jónas 3:2–10. Upp frá þessu tekur Jesús að prédika, Matt 4:17. Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni, Mark 16:15. Vér prédikum Krist krossfestan, 1 Kor 1:22–24. Hann fór og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi, 1 Pét 3:19. Ekkert dugði nema prédikanir og að ýta við þeim án afláts til að halda þeim í ótta við Drottin, Enos 1:23. Hann mælti svo fyrir, að þeir skyldu ekkert annað prédika en iðrun og trú á Drottin, Mósía 18:20. Prédikun orðsins hafði mikil áhrif á fólk í réttlætisátt, Al 31:5. Teldu þér ekki trú um að þú sért kallaður til að prédika fyrr en þú ert kallaður, K&S 11:15. Engum skal leyft að fara og prédika nema hann sé vígður, K&S 42:11. Þetta fagnaðarerindi skal prédikað sérhverri þjóð, K&S 133:37. Fagnaðarerindið var prédikað allt frá upphafi, HDP Móse 5:58.