Ganga, ganga með Guði Sjá einnig Hlýðni, hlýðinn, hlýða; Réttlátur, réttlæti; Vegur Að vera samhljóma kenningu Guðs og lifa eins og Guð vill að menn lifi; að vera móttækilegur og hlýðinn áminningum heilags anda. Ég reyni það, hvort það vill breyta eftir mínu lögmáli eða ekki, 2 Mós 16:4. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik, Sálm 84:12. Þeir sem varðveita setninga mína og helgiathafnir skulu vera mín þjóð, Esek 11:20–21 (5 Mós 8:6). Hvað heimtar Drottinn annað af þér en að ganga í lítillæti fyrir Guði þínum, Míka 6:8 (K&S 11:12). Gakk í ljósinu, eins og Guð er í ljósinu, 1 Jóh 1:7 (2 Jóh 1:6; 3 Jóh 1:4; 4 Ne 1:12). Gakk hinn krappa veg sem liggur til lífsins, 2 Ne 33:9. Benjamín konungur gekk með hreinni samvisku frammi fyrir Guði, Mósía 2:27. Skylda yðar er að ganga ólastanlegir og fylgja helgri reglu Guðs, Al 7:22. Meðlimirnir skulu ástunda guðlega göngu og tal, K&S 20:69. Gefið gaum að spámanninum og gangið í fullum heilagleika frammi fyrir Guði, K&S 21:4. Kennið börnum að biðja og ganga grandvör frammi fyrir Drottni, K&S 68:28. Ver þú í mér og ég í þér. Gakk þess vegna með mér, HDP Móse 6:34.