Natan
Spámaður Gamla testamentis á tímum Davíðs konungs. Þegar Davíð bauðst til að byggja Drottni musteri, bauð Drottinn Natan að segja Davíð að hann ætti ekki að byggja það. Natan ávítaði einnig Davíð fyrir að vera valdur að dauða Úría, eins hermanna sinna, og fyrir að taka eiginkonu Úría, Batsebu (2 Sam 12:1–15; K&S 132:38–39). Sadok, ásamt Natan, smurði Salómon, son Davíðs, til konungs (1 Kon 1:38–39, 45).