Reiði er útrás skaphita. Drottinn hvatti hina heilögu til að hafa stjórn á reiði sinni (Matt 5:22 ). Hvorki foreldrar né börn ættu að misbjóða öðrum í fjölskyldunni. Í ritningunum er reiðinni oft líkt við eld (2 Ne 15:25 ; K&S 1:13 ).
Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur, 1 Mós 4:5 .
Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllu, Sálm 145:9 .
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, Okv 15:1 .
Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu, Okv 15:18 (Okv 14:29 ).
Fyrir sakir nafns míns sefa ég reiði mína, Jes 48:9 .
Ég hef rétt út hendur mínar til fólks sem reitir mig stöðuglega til reiði, Jes 65:2–3 .
Slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina, Matt 5:39 .
Þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, Ef 6:4 .
Þið eruð mér reiðir vegna þess að ég hef sagt ykkur sannleikann, Mósía 13:4 .
Ég mun vitja þessa fólks í bræði minni, Al 8:29 .
Gegn engum tendrast heilög reiði hans, nema þeim, sem ekki játa hönd hans í öllu, K&S 59:21 .
Ég Drottinn, er reiður hinum ranglátu, K&S 63:32 .