Lífsins bók Sjá einnig Minningabókin Í einum skilningi er lífsins bók heildarsafn hugsana og gerða mannsins — skrá yfir líf hans. Á hinn bóginn benda ritningarnar til að himnesk skrá sé haldin yfir hina trúuðu er hafi að geyma nöfn þeirra og réttlátar athafnir. Drottinn máir syndara út úr bók sinni, 2 Mós 32:33. Nafn þess sem stenst verður ekki afmáð úr bók lífsins, Op 3:5. Annarri bók var lokið upp og það er lífsins bók, Op 20:12 (K&S 128:6–7). Nöfn hinna réttlátu munu skráð í lífsins bók, Al 5:58. Velgjörningur bæna yðar er skráður í nafnabók hinna helguðu, K&S 88:2.