Synir og dætur Guðs Sjá einnig Börn Krists; Endurfæddur, fæddur af Guði; Friðþægja, friðþæging; Getinn; Maður, menn Í ritningunum eru þessi hugtök notuð með tvennum hætti. Ein merking er að við erum öll beinlínis andabörn okkar himneska föður. Í hinni merkingunni, synir og dætur Guðs eru þau sem endurfæðst hafa fyrir friðþægingu Krists. Andabörn föðurins Þér eruð guðir og allir saman synir hins hæsta, Sálm 82:6. Vér erum Guðs ættar, Post 17:29. Verum undirgefnir föður andanna, Hebr 12:9. Ég er sonur Guðs, HDP Móse 1:13. Börn endurfædd vegna friðþægingar Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, Jóh 1:12 (Róm 8:14; 3 Ne 9:17; K&S 11:30). Nú þegar erum vér Guðs börn, 1 Jóh 3:1–2. Þér skuluð nefnast börn Krists, synir hans og dætur, Mósía 5:7. Allir þurfa að fæðast af Guði, verða synir hans og dætur, Mósía 27:25. Þeir skulu verða synir mínir og dætur mínar, Et 3:14. Þér verðið vissulega börn Krists, Moró 7:19. Allir sem meðtaka fagnaðarerindi mitt eru synir og dætur, K&S 25:1. Þeir eru guðir, já synir Guðs, K&S 76:58. Þannig geta allir orðið synir mínir, HDP Móse 6:68. Margir hafa trúað og orðið synir Guðs, HDP Móse 7:1.