Jóhannes skírari Sjá einnig Aronsprestdæmið; Elía Sonur Sakaría og Elísabetar í Nýja testamenti. Jóhannes var sendur til að undirbúa komu Messíasar (Jóh 1:19–27). Hann hafði Aronsprestdæmi og skírði Jesú Krist. Jesaja og fleiri spáðu fyrir um þjónustu Jóhannesar, Jes 40:3 (Mal 3:1; 1 Ne 10:7–10; 2 Ne 31:4). Var fangelsaður og hálshöggvinn, Matt 14:3–12 (Mark 6:17–29). Gabríel boðaði Sakaría fæðingu og hlutverk Jóhannesar, Lúk 1:5–25. Jesús kenndi að Jóhannes skírari væri mikill spámaður, Lúk 7:24–28. Þekkti Jesú sem son Guðs, Jóh 1:29–34. Lærisveinar Jóhannesar gerðust lærisveinar Jesú, Jóh 1:25–29, 35–42 (Post 1:21–22). Gjörði engin kraftaverk, Jóh 10:41. Sem upprisin vera, sendur til að vígja Joseph Smith og Oliver Cowdery til Aronsprestdæmis, K&S 13 (K&S 27:7–8; JS — S 1:68–72). Var vígður af engli átta daga gamall, K&S 84:28.