Miskunnsamur, miskunnsemi Sjá einnig Friðþægja, friðþæging; Fyrirgefa; Jesús Kristur; Náð; Réttvísi Andi samúðar, mildi og fyrirgefningar. Miskunnsemi er einn eiginleika Guðs. Jesús Kristur býður okkur miskunn með friðþægingarfórn sinni. Drottinn er miskunnsamur og náðugur, 2 Mós 34:6 (5 Mós 4:31). Miskunnsemi Drottins varir að eilífu, 1 Kro 16:34. Gæfa og náð fylgja mér, Sálm 23:6. Sæll er sá, sem miskunnar sig yfir hina voluðu, Okv 14:21. Á miskunnsemi hef ég þóknun, en ekki á sláturfórn, Hós 6:6. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða, Matt 5:7 (3 Ne 12:7). Vei yður, hræsnarar, sem greiðið tíund, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti, Matt 23:23. Verið miskunnsamir eins og faðir yðar er miskunnsamur, Lúk 6:36. Ekki vegna réttlætisverka okkar, heldur samkvæmt miskunn sinni, frelsaði hann oss, Títus 3:5. Hin milda miskunn Drottins vakir yfir öllum, 1 Ne 1:20. Miskunnsemin á engar kröfur til þess sem ekki iðrast, Mósía 2:38–39. Guð er öllum miskunnsamur, sem á nafn hans trúa, Al 32:22. Miskunnsemin getur fullnægt kröfum réttvísinnar, Al 34:16. Telur þú, að miskunnsemin geti rænt réttvísina, Al 42:25 (Al 42:13–25). Lítil börn eru lifandi í Kristi vegna miskunnar hans, Moró 8:19–20 (K&S 29:46). Miskunnsamur armur Krists hefur friðþægt fyrir syndir yðar, K&S 29:1. Í eigin nafni, í krafti þess blóðs sem ég hef úthellt hef ég ákallað föðurinn þeirra vegna, K&S 38:4. Þeir sem hafa haldið sáttmálann munu miskunn hljóta, K&S 54:6. Ég, Drottinn, fyrirgef syndir og er miskunnsamur þeim, sem með auðmjúku hjarta játa syndir sínar, K&S 61:2. Ég, Drottinn, er miskunnsamur öllum hógværum, K&S 97:2. Hver, sem tekur á móti þér eins og lítið barn, tekur á móti ríki mínu, og mun miskunn hljóta, K&S 99:3. Miskunn mun verða fyrir ásjónu þinni, HDP Móse 7:31.