Farísear
Í Gamla testamenti, trúarsamfélag meðal Gyðinga. Nafnið táknar að vera aðskilinn eða frábrugðinn. Farísear lögðu metnað sinn í að halda lögmál Móse stranglega og forðast allt samneyti við Þjóðirnar. Þeir trúðu á líf eftir dauðann, upprisuna og tilveru engla og anda. Þeir töldu munnlegt lögmál og siðvenjur vera jafn mikilvægt og hið skráða lögmál. Í kenningu þeirra varð trúin að hlýðni við reglur og ýtti undir andlegan hroka. Þeir fengu fjölda Gyðinga til að efast um Krist og fagnaðarerindi hans. Drottinn fordæmdi Faríseana og verk þeirra í Matt 23; Mark 7:1–23; og Lúk 11:37–44.