Mikil hamingja sem stafar af réttlátu líferni. Tilgangur jarðlífs er að allir menn megi gleði njóta (2 Ne 2:22–25 ). Fullkominn fögnuður fæst aðeins með Jesú Kristi (Jóh 15:11 ; K&S 93:33–34 ; 101:36 ).
Ég boða yður mikinn fögnuð, Lúk 2:10 .
Enginn tekur fögnuð yðar frá yður, Jóh 16:22 .
Ávöxtur andans er kærleikur, gleði, friður, Gal 5:22 .
Er ég neytti af ávextinum varð sál mín gagntekin ákaflega miklum fögnuði, 1 Ne 8:12 .
Maðurinn lifir svo að hann megi gleði njóta, 2 Ne 2:25 .
Gleði hinna réttvísu verður að eilífu fullkomin, 2 Ne 9:18 .
Þeir fá dvalið með Guði í óendanlegri sælu, Mósía 2:41 .
Ég vil fórna öllu, sem ég á, til þess að hljóta þessa miklu gleði, Al 22:15 .
Ef til vill verð ég verkfæri í höndum Guðs til að vekja einhverja sál til iðrunar. Í því er gleði mín fólgin, Al 29:9 .
Hvílík gleði, hve undursamlegt ljós ég sá, Al 36:20 .
Andi minn mun fylla sál þína gleði, K&S 11:13 .
Hversu mikil skal þá gleði yðar verða í ríki föður míns, K&S 18:15–16 .
Í þessum heimi er gleði yðar ekki algjör, en í mér er gleði yðar algjör, K&S 101:36 .