Námshjálp
Bæn


Bæn

Lotningarfull samskipti við Guð þar sem maðurinn færir þakkir og biður um blessanir. Bænum er beint til himnesks föður í nafni Jesú Krists. Bænir má flytja upphátt eða í hljóði. Hugsanir manna geta einnig verið bæn ef þeim er beint til Guðs. Söngur hinna réttlátu getur verið bæn til Guðs (K&S 25:12).

Takmark bænar er ekki að breyta vilja Guðs, heldur tryggja okkur sjálfum og öðrum blessanir sem Guð er þegar fús að veita, en við verðum að biðja um ef okkur á að hlotnast.

Við biðjum til föðurins í nafni Krists (Jóh 14:13–14; 16:23–24). Við getum í sannleika beðið í nafni Krists þegar óskir okkar eru samhljóða óskum Krists (Jóh 15:7; K&S 46:30). Við biðjum þá um það sem er rétt og Guði því mögulegt að veita (3 Ne 18:20). Sumum bænum er ekki svarað því þær eru í engu samræmi við óskir Krists en stafa þvert á móti af sjálfselsku manna (Jakbr 4:3; K&S 46:9). Ef við biðjum um eitthvað sem ekki er okkur gagnlegt, snýst það okkur einmitt til fordæmingar (K&S 88:65).