Guðslambið Sjá einnig Friðþægja, friðþæging; Jesús Kristur; Páskar Nafn á frelsaranum er vísar til Jesú sem fórnfæringargjöf, gefin í þágu okkar. Hann er færður eins og lamb til slátrunar, Jes 53:7 (Mósía 14:7). Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins, Jóh 1:29 (Al 7:14). Þér voruð leystir með blóði hins lýtalausa og óflekkaða lambs, 1 Pét 1:18–20. Maklegt var lambið hið slátraða, Op 5:12. Vér sigruðum Satan fyrir blóð lambsins, Op 12:11. Þau hafa verið hvítþvegin í blóði lambsins vegna trúar þeirra á hann, 1 Ne 12:11. Guðslambið er sonur hins eilífa föður og frelsari heimsins, 1 Ne 13:40 (1 Ne 11:21). Hrópið hátt til föðurins í nafni Jesú, svo að þér verðið ef til vill hreinsuð með blóði lambsins, Morm 9:6 (Op 7:14; Al 34:36). Mannssonurinn er lambið sem slátrað er frá grundvöllun heimsins, HDP Móse 7:47.