Nebúkadnesar
Í Gamla testamenti, konungur Babýloníu (604–561 f.Kr.) sem sigraði Júdeu (2 Kon 24:1–4) og sat um Jerúsalem (2 Kon 24:10–11). Spámanninum Lehí var boðið að flýja Jerúsalem um 600 f.Kr. til að komast hjá að verða herleiddur til Babýloníu (1 Ne 1:4–13) þegar Nebúkadnesar flutti á brott Sedekía konung og þjóðina (2 Kon 25:1, 8–16, 20–22). Daníel réð drauma Nebúkadnesars (Dan 2; 4).