Oliver Cowdery Annar í röð öldunga hinnar endurreistu kirkju og eitt vitnanna þriggja að guðlegum uppruna og sannleiksgildi Mormónsbókar. Hann var ritari Josephs Smith þegar hann þýddi Mormónsbók af gulltöflunum (JS — S 1:66–68). Meðtók vitnisburð um sannleiksgildi þýðingar Mormónsbókar, K&S 6:17, 22–24. Var vígður af Jóhannesi skírara, K&S 13 (K&S 27:8; JS — S 1:68–73, sjá athugasemd í versi 71). Eftir að þér hafið öðlast trú og séð þetta eigin augum, skuluð þér bera því vitni, K&S 17:3, 5. Ég hef gjört þér kunnugt með anda mínum, að það, sem þú hefur skráð, er sannleikur, K&S 18:2. Ég hef útnefnt og vígt þá ráðsmenn yfir opinberunum, K&S 70:3. Meðtók lykla prestdæmisins með Joseph Smith, K&S 110.