Falsguðadýrkun Dýrkun falsguða eða óhófleg fylgisemi eða hollusta við eitthvað. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig, 2 Mós 20:3 (Mósía 12:35; 13:12–13). Ef þú eltir aðra guði munt þú gjörsamlega farast, 5 Mós 8:19. Þrjóska er sem ranglæti og falsguðadýrkun, 1 Sam 15:23. Fráhverf mér flettir þú ofan af hvílu þinni, Jes 57:8. Þú hefur vegsamað guði úr silfri og gulli, Dan 5:23. Þér getið ekki þjónað Guði og Mammon, Matt 6:24. Ágirnd er skurðgoðadýrkun, Kól 3:5. Börn, gætið yðar fyrir skurðgoðunum, 1 Jóh 5:21. Vei sé skurðgoðadýrkendum, 2 Ne 9:37. Falsguðadýrkun Nefíþjóðarinnar kallaði yfir þá stríð þeirra og tortímingu, Al 50:21. Hver maður gengur eigin leið og eftir ímynd síns eigin guðs, K&S 1:16. Lát þá vinna eigin höndum svo að ekki tíðkist hjáguðadýrkun, K&S 52:39. Faðir Abrahams afvegaleiddist af skurðgoðadýrkun, Abr 1:27.