Vegur Sjá einnig Ganga, ganga með Guði; Jesús Kristur Leiðin eða stefnan sem menn fylgja. Jesús sagðist vera vegurinn (Jóh 14:4–6). Varðveittu boðorð Drottins svo að þú gangir á hans vegum, 5 Mós 8:6. Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda, Okv 22:6 (2 Ne 4:5). Drottinn sagði að vegir hans væru hærri en okkar vegir, Jes 55:8–9. Þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, Matt 7:13–14 (3 Ne 14:13–14; 27:33; K&S 132:22, 25). Yfir ykkur hefur ekki komið nema mannleg freisting, 1 Kor 10:13. Drottinn gefur mannanna börnum engin fyrirmæli án þess að greiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið, 1 Ne 3:7 (1 Ne 9:6; 17:3, 13). Engin önnur leið finnst en inn um hliðið, 2 Ne 9:41. Þér hafið frelsi til að breyta sjálfstætt, til að velja leiðina til ævarandi dauða eða leiðina til eilífs lífs, 2 Ne 10:23. Þetta er vegurinn, og enginn annar vegur er til og ekkert annað nafn, 2 Ne 31:21 (Mósía 3:17; Al 38:9; He 5:9). Með því að gefa son sinn, hefur Guð fyrirbúið enn betri leið, Et 12:11 (1 Kor 12:31). Hver maður gengur sína eigin leið, K&S 1:16. Það verður að gjörast á minn hátt, K&S 104:16.