Skilningur Sjá einnig Sannleikur; Viska; Þekking Að öðlast þekkingu á eða skynja merkingu einhvers sannleika, þar með talið beitingu hans í lífinu. Reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit, Okv 3:5. Afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar, Okv 4:7. Jesús talaði í líkingum og sumir skildu ekki, Matt 13:12–17. Drottinn lauk upp huga þeirra, Lúk 24:45. Ef þér fáið eigi skilið þessi orð, þá er það vegna þess að þér spyrjið ekki, 2 Ne 32:4 (3 Ne 17:3). Heimildirnar voru varðveittar svo við gætum lesið og skilið, Mósía 1:2–5. Vegna trúleysis síns skildu þeir ekki orð Guðs, Mósía 26:3. Þeir voru menn gæddir heilbrigðum skilningi, Al 17:2–3. Orðið er farið að varpa ljósi á skilning minn, Al 32:28. Ræðumst við svo að þér megið skilja, K&S 50:10–12, 19–23. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum svo þau öðlist skilning, K&S 68:25. Verk Drottins og leyndardómar verða aðeins skilin með krafti heilags anda, K&S 76:114–116. Satan leitast við að snúa hjörtum manna frá skilningnum, K&S 78:10. Ljós Krists lífgar skilning okkar, K&S 88:11.