Uppskera Í ritningunum er orðið uppskera stundum notað táknrænt um það að færa fólk inn í kirkjuna, sem er ríki Guðs á jörðu eða um tíma dóms, svo sem síðari komu Krists. Uppskeran er liðin, aldinskurðurinn á enda, en vér höfum eigi hlotið hjálp, Jer 8:20 (K&S 56:16). Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir, Matt 9:37. Kornskurðurinn er endir veraldar, Matt 13:39. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera, Gal 6:7–9 (K&S 6:33). Akurinn er hvítur til uppskeru, K&S 4:4. Uppskeru er lokið og sálir yðar eru ekki hólpnar, K&S 45:2. Uppskerutíminn er kominn og orð mitt hlýtur að uppfyllast, K&S 101:64.