Omní
Sagnaritari meðal Nefíta í Mormónsbók sem ritaði nálægt 361 f.Kr. (Jarom 1:15; Omní 1:1–3).
Bók Omnís
Bók þýdd af minni töflum Nefís, í Mormónsbók. Í bókinni er aðeins einn kapítuli, sem greinir frá styrjöldum milli Nefíta og Lamaníta. Omní ritaði einungis fyrstu þrjú vers bókarinnar. Þá gengu töflurnar til Amarons, Kemís, Abínadoms og að lokum til Amalekís. Amalekí afhenti töflurnar Benjamín konungi í Sarahemla.