Námshjálp
Samaría


Samaría

Í Gamla testamenti, höfuðborg nyrðra konungsríkis Ísraels (1 Kon 16:23–24). Vegna sterkrar herstöðu borgarinnar uppi á hæð tókst Assýríumönnum ekki að yfirbuga hana fyrr en eftir þriggja ára umsátur (2 Kon 17:5–6). Heródes endurreisti borgina og nefndi hana Sebaste. Á tíma Nýja testamentis var Samaría nafnið á öllum miðhluta Palestínu vestan Jórdanárinnar.