Heimur Sjá einnig Babel, Babýlon; Dauðlegur, dauðleiki; Jörð Jörðin; reynslustaður dauðlegra manna. Í óeiginlegri merkingu, það fólk sem ekki heldur boðorð Guðs. Jarðnesk tilvera Í heiminum hafið þér þrenging, Jóh 16:33. Hræðist ekki dauðann; í þessum heimi er gleði ykkar ekki algjör, K&S 101:36. Fólk sem ekki heldur boðorð Guðs Ég vil hegna jarðríki fyrir illsku þess, Jes 13:11 (2 Ne 23:11). Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður, Jóh 15:18–19. Hin stóra og rúmmikla bygging var hroki heimsins, 1 Ne 11:36. Misgjörðir heimsins vaxa, K&S 18:6. Haltu þér óflekkuðum frá heiminum, K&S 59:9. Sá, sem er trúr og stendur stöðugur, mun sigra heiminn, K&S 63:47. Þér skuluð ekki lifa að hætti heimsins, K&S 95:13. Heimsendir Ég skapa nýja jörð, og hinnar fyrri skal ekki minnst verða, Jes 65:17 (Op 21:1; TA 1:10). Við endi veraldar verður illgresinu safnað og það brennt í eldi, Matt 13:40, 49 (Mal 4:1; Jakob 6:3). Víngarð minn mun ég láta brenna í eldi, Jakob 5:77 (K&S 64:23–24). Drottinn mun tortíma Satan og verki hans við endalok veraldar, K&S 19:3. Jörðin mun deyja, en hún verður lífguð aftur, K&S 88:25–26. Drottinn sýndi Enok endi veraldar, HDP Móse 7:67.