Móðir Sjá einnig Eva; Fjölskylda; Foreldrar Helgur titill er vísar til konu sem fæðir eða ættleiðir börn. Mæður vinna að áætlun Guðs með því að sjá andabörnum Guðs fyrir jarðneskum líkömum. Adam nefndi konu sína Evu, því að hún varð móðir allra, sem lifa, 1 Mós 3:20 (HDP Móse 4:26). Heiðra skalt þú föður þinn og móður, 2 Mós 20:12 (Ef 6:1–3; Mósía 13:20). Hafna eigi viðvörun móður þinnar, Okv 1:8. Heimskur maður fyrirlítur móður sína, Okv 15:20 (Okv 10:1). Fyrirlít ekki móður þína þótt hún sé orðin gömul, Okv 23:22. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni, Okv 31:28. Móðir Jesú stóð við krossinn, Jóh 19:25–27. Lamanítaungliðarnir tvö þúsund höfðu hlotið leiðsögn mæðra sinna, Al 56:47 (Al 57:21). Hin dýrðlega móðir okkar, Eva, var meðal hinna miklu og máttugu sem Drottinn leiðbeindi í andaheiminum, K&S 138:38–39.