Köllun, kallaður af Guði Sjá einnig Ráðsmaður, ráðsmennska; Útvalinn; Vald; Velja, valdi, valinn; Vígja, vígsla Að vera kallaður af Guði er að taka tilnefningu eða boði frá honum eða réttgildum kirkjuleiðtogum hans, að þjóna honum á ákveðinn hátt. Hann lagði hendur sínar yfir hann og skipaði hann í embætti, 4 Mós 27:23. Ég ákvarðaði þig til að vera spámann, Jer 1:5. Ég hef útvalið yður, Jóh 15:16. Páll var kallaður til postula, Róm 1:1. Enginn tekur sér sjálfur þennan heiður, heldur er hann kallaður af Guði, Hebr 5:4. Jesús var kallaður af Guði, nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks, Hebr 5:10. Ég hef verið kallaður til að prédika orð Guðs samkvæmt opinberunar- og spádómsandanum, Al 8:24. Prestar voru kallaðir og undirbúnir frá grundvöllun veraldar, Al 13:3. Ef þér þráið að þjóna Guði, þá eruð þér kallaðir, K&S 4:3. Ver staðfastur við það verk, sem ég hef kallað þig til, K&S 9:14. Teldu þér ekki trú um að þú sért kallaður til að prédika fyrr en þú ert kallaður, K&S 11:15. Öldungarnir eru kallaðir til að gjöra sameiningu minna kjörnu að veruleika, K&S 29:7. Enginn skal prédika fagnaðarerindi mitt eða reisa kirkju mína, nema hann sé vígður, K&S 42:11. Margir eru kallaðir en fáir eru útvaldir, K&S 121:34. Maður verður að vera kallaður af Guði, TA 1:5.