Lotning Sjá einnig Heiður; Ótti Djúp virðing fyrir því sem heilagt er; undur. Drottinn bauð Móse að draga skó af fótum sér því hann stæði á heilagri jörð, 2 Mós 3:4–5. Við eigum að óttast Guð og lofa hann, Sálm 89:8. Þjónið Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta, Hebr 12:28. Moróní laut til jarðar og bað heitt til Guðs, Al 46:13. Mannfjöldinn féll til jarðar og tilbað Krist, 3 Ne 11:12–19. Beygið yður fyrir mér, K&S 5:24. Frammi fyrir hásæti Guðs lýtur allt í auðmýkt, K&S 76:93. Hugur yðar hefur verið í myrkri vegna þess að þér hafið farið léttúðlega með það sem þér hafið meðtekið, K&S 84:54–57. Hvert kné skal beygja sig og hver tunga viðurkenna, K&S 88:104. Vegna lotningar fyrir nafni hinnar æðstu veru nefndi kirkjan það prestdæmi eftir Melkísedek, K&S 107:4. Blessunum mun úthellt yfir þá, sem sýna Drottni lotningu í húsi hans, K&S 109:21.