Joseph Smith eldri Sjá einnig Joseph Smith yngri; Lucy Mack Smith Faðir spámannsins Josephs Smith. Hann fæddist 12. júlí 1771. Kvongaðist Lucy Mack og þau eignuðust níu börn (JS — S 1:4). Joseph gjörðist trúfastur fylgjandi síðari daga endurreisnar og fyrsti patríarki kirkjunnar. Hann lést 14. september 1840. Guð opinberaði leiðbeiningar til hans með syni hans Joseph, K&S 4; 23:5. Lát hinn aldna þjón minn búa áfram með fjölskyldu sinni, K&S 90:20. Hinn aldraði þjónn minn, Joseph, situr með Abraham sér til hægri handar, K&S 124:19. Joseph Smith yngri sá föður sinn í sýninni um himneska ríkið, K&S 137:5. Engill bauð Joseph Smith yngri að greina föður sínum frá sýninni sem borið hafði fyrir hann, JS — S 1:49–50.