Dýrðarstig Sjá einnig Himnesk dýrð; Jarðnesk dýrð; Yfirjarðnesk dýrð Mismunandi ríki á himni. Við lokadóminn mun sérhver erfa eilífan dvalarstað í ákveðnu dýrðarríki, að undanskyldum þeim sem eru synir glötunarinnar. Jesús sagði: Í ríki föður míns eru margar vistarverur, Jóh 14:2 (Et 12:32). Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, 1 Kor 15:40–41. Páll var hrifinn burt, allt til þriðja himins, 2 Kor 12:2. Til er staður án dýrðar, staður eilífrar fordæmingar, K&S 76:30–38, 43–45. Til eru þrenns konar dýrðarstig, K&S 76:50–113; 88:20–32.