Gjafir andans Sjá einnig Gjöf, gáfa Sérstakar andlegar blessanir sem Drottinn veitir verðugum einstaklingum þeim til gagns og sem nýtast þeim til blessunar öðrum. Lýsingu á gjöfum andans má sjá í K&S 46:11–33; 1 Kor 12:1–12; Moró 10:8–18. Sækist eftir náðargáfunum, 1 Kor 12:31 (1 Kor 14:1). Nefítum voru veittar margar gáfur andans, Al 9:21. Vei sé þeim sem segir að Drottinn starfi ekki lengur með gjöfum eða með krafti heilags anda, 3 Ne 29:6. Guð gefur gjafir hinum trúföstu, Morm 9:7. Gjafir þessar öðlast menn fyrir anda Krists, Moró 10:17. Til eru margar gjafir og andi Guðs gefur hverjum manni gjöf, K&S 46:11. Kirkjuleiðtogum er veittur kraftur til að greina gjafir andans, K&S 46:27. Forseti kirkjunnar hefur allar gjafir sem Guð veitir höfði kirkjunnar, K&S 107:91–92.