Smyrja
Til forna smurðu spámenn Drottins alla þá sem framkvæma áttu ákveðin skyldustörf með olíu, svo sem Aron eða prestana eða konunga sem ríkja áttu yfir Ísrael. Í kirkjunni nú á tímum er það að smyrja, að láta örlítið magn af helgaðri olíu drjúpa á höfuð manneskju og er það liður í sérstakri blessun. Þetta verður aðeins framkvæmt með valdi og krafti Melkísedeksprestdæmisins. Eftir smurninguna getur maður með sama prestdæmisvald innsiglað smurninguna og veitt sérstaka blessun þeim sem smurður er.