Fátækur Sjá einnig Auðmjúkur, auðmýkt; Fasta; Fórnargjöf; Velferð; Ölmusa Í ritningunum getur fátækur táknað (1) fólk sem skortir efnisleg gæði, svo sem fæðu, fatnað, og húsaskjól, eða (2) fólk sem er auðmjúkt og án hroka. Fátækt efnislegra gæða Þú skalt ekki afturlykja hendi þinni fyrir fátækum bróður, 5 Mós 15:7. Hinn óguðlegi ofsækir hina hrjáðu í hroka sínum, Sálm 10:2. Sá sem gefur fátækum líður engan skort, Okv 28:27. Hýs þú bágstadda, hælislausa menn, Jes 58:6–7. Ef þú vilt vera fullkominn, gef fátækum, Matt 19:21 (Mark 10:21; Lúk 18:22). Hefur Guð ekki útvalið hina fátæku þessa heims, Jakbr 2:5. Vegna þess að þeir eru ríkir fyrirlíta þeir hina snauðu, 2 Ne 9:30. Gefið fátækum af eigum yðar svo fyrirgefning synda yðar vari, Mósía 4:26. Þeir gáfu fátækum af eigum sínum, Al 1:27. Ef þér snúið hinum þurfandi frá eru bænir yðar til einskis, Al 34:28. Allt var sameign þeirra og því var enginn ríkur eða fátækur, 4 Ne 1:3. Þér skuluð minnast hinna fátæku, K&S 42:30 (K&S 52:40). Vei hinum fátæku sem ekki bera sundurkramið hjarta, K&S 56:17–18. Hinir fátæku koma í brúðkaup lambsins, K&S 58:6–11. Biskupinn skal leita uppi hina fátæku, K&S 84:112. Lögmál fagnaðarerindisins stjórnar umönnun fátækra, K&S 104:17–18. Enginn fátækur var meðal þeirra, HDP Móse 7:18. Fátækur í anda Ríkulegar blessaðir eru þeir sem auðmýkja sig án þess að vera til þess neyddir sakir fátæktar, Al 32:4–6, 12–16. Blessaðir eru fátækir í anda, sem til mín koma, 3 Ne 12:3 (Matt 5:3). Hinum fátæku og hógværu skal boðað fagnaðarerindið, K&S 35:15.