Móselögmál
Guð gaf Ísraelsmönnum með Móse lögmál í stað æðra lögmáls sem þeim hafði ekki tekist að halda (2 Mós 34; ÞJS, 2 Mós 34:1–2; ÞJS, 5 Mós 10:2 [Viðauki]). Móselögmál samanstóð af mörgum lögmálum, reglum, helgiathöfnum, trúarsiðum og táknum til að minna þjóðina á skyldur sínar og ábyrgð. Í því voru lögmál siðferðilegs, siðræns, trúarlegs og líkamlegs eðlis ásamt framkvæmd — þar á meðal fórnum (3 Mós 1–7) — sem höfðu þann tilgang að minna þá á Guð og skyldur þeirra við hann (Mósía 13:30). Trú, iðrun, niðurdýfingarskírn og fyrirgefning synda voru hluti lögmálsins eins og boðorðin tíu og mörg önnur boð sem hafa mikið siðferðilegt og siðrænt gildi. Mikill hluti hátíðasiðanna uppfylltust við dauða og upprisu Jesú Krists, sem batt enda á fórnir með úthellingu blóðs (Al 34:13–14). Lögmálinu var stjórnað með Aronsprestdæminu og það var undirbúnings fagnaðarerindi til þess að leiða þá sem því fylgja til Krists.