Ofsækja, ofsókn Sjá einnig Andstreymi Að valda öðrum þjáningu eða sársauka sakir trúar þeirra eða þjóðfélagsstöðu; að angra eða undiroka. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, Matt 5:10 (3 Ne 12:10). Biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, Matt 5:44 (3 Ne 12:44). Vegna þess að þeir eru ríkir, ofsækja þeir hina hógværu, 2 Ne 9:30 (2 Ne 28:12–13). Hinir réttlátu sem horfa fram til komu Krists þrátt fyrir allar ofsóknir, farast ekki, 2 Ne 26:8. Allt mun þetta veita þér reynslu, K&S 122:7.