Esekíel
Spámaður er ritaði bók Esekíels í Gamla testamentinu. Hann var prestur af ætt Sadóks og einn Gyðinganna sem Nebúkadnesar herleiddi. Hann var meðal Gyðinganna í útlegð í Babýlon og spámaður í tuttugu og tvö ár, frá 592 til 570 f.Kr.
Bók Esekíels
Bók Esekíels má skipta í fjóra hluta. Kapítular 1–3 segja frá guðlegum sýnum og köllun Esekíels til þjónustu; kapítular 4–24 segja frá dómum yfir Jerúsalem og hvers vegna þeir voru upp kveðnir; kapítular 25–32 fella dóma yfir þjóðunum; og kapítular 33–48 rekja sýnir yfir síðari daga Ísraels.