Barnabas
Nafn gefið Jósef (einnig kallaður Jóse), Levíta frá Kýpur, sem seldi jörð sína og gaf andvirðið postulunum (Post 4:36–37). Þótt hann væri ekki einn hinna fyrstu tólf, varð hann postuli (Post 14:4, 14) og þjónaði í nokkrum trúboðsferðum (Post 11:22–30; 12:25; 13–15; 1 Kor 9:6; Gal 2:1, 9; Kól 4:10).