Tíund, tíundargreiðslur Sjá einnig Fórnargjöf; Peningar Tíundi hluti af árlegum ábata gefinn Drottni í gegnum kirkjuna. Tíundarsjóðir eru notaðir til að byggja kirkjur og musteri, að halda uppi trúboðsstarfi og til að byggja upp ríki Guðs á jörðu. Abraham gaf tíund af öllu sem hann átti til Melkísedeks, 1 Mós 14:18–20 (Hebr 7:1–2, 9; Al 13:15). Öll tíund heyrir Drottni; hún er helguð Drottni, 3 Mós 27:30–34. Þú skalt tíunda nákvæmlega allan ávöxt þinn, 5 Mós 14:22, 28. Þeir reiddu fram ríkulega tíund af öllu, 2 Kro 31:5. Á maðurinn að pretta Guð? Í hverju höfum við prettað þig? Í tíund og föstufórnum, Mal 3:8–11 (3 Ne 24:8–11). Sá, sem geldur tíund, mun ekki brenna við komu hans, K&S 64:23 (K&S 85:3). Hús Drottins verður reist fyrir tíundargreiðslur fólks hans, K&S 97:11–12. Drottinn opinberaði tíundarlögmálið, K&S 119. Ráð annast úthlutun tíundar, K&S 120.