Saurlifnaður Sjá einnig Hórdómur; Hreinlífi; Munúðarfullur, munúð Ólöglegar samfarir tveggja manneskja sem ekki eru hjón. Í ritningunum er orðið stundum notað táknrænt um fráhvarf. Haldið yður frá saurlifnaði, Post 15:20. Líkaminn er ekki fyrir saurlífi, heldur fyrir Drottin, 1 Kor 6:13–18. En vegna saurlifnaðarins hafi hver sína eiginkonu, 1 Kor 7:2–3. Það er vilji Guðs að þér haldið yður frá frillulífi, 1 Þess 4:3. Jakob varaði Nefíþjóðina við saurlífi, Jakob 3:12. Spilling ykkar nær hámarki vegna morða ykkar, saurlifnaðar og ranglætis, He 8:26. Saurlífismenn verða að iðrast ef þeir vilja sameinast kirkjunni, K&S 42:74–78.