Senos Spámaður í Ísrael á tíma Gamla testamentis, en sagnir af spádómum hans finnast einungis í Mormónsbók. Spáði um greftrun Krists og þrjá myrkvaða daga, 1 Ne 19:10, 12. Spáði fyrir um samansöfnun Ísraels, 1 Ne 19:16. Jakob vitnaði í dæmisögu Senosar um ræktaða og villta olífutréð, Jakob 5. Jakob túlkaði dæmisögu Senosar, Jakob 6:1–10. Kenndi um bænina og tilbeiðslu, Al 33:3–11. Kenndi að endurlausnin fáist fyrir soninn, Al 34:7. Var líflátinn fyrir djarflegan vitnisburð sinn, He 8:19. Talaði um endurreisn Lamaníta, He 15:11. Bar vitni um eyðilegginguna við dauða Krists, 3 Ne 10:15–16.