Námshjálp
Formáli


Leiðarvísir að ritningunum

Leiðarvísir að ritningunum skilgreinir valdar kenningar, lögmál, fólk og staði sem fyrirfinnast í heilagri Biblíu, Mormónsbók, Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu. Þar er einnig vitnað í lykilvers úr ritningunum svo að kanna megi hvert atriði fyrir sig. Þessi leiðarvísir kemur þér og fjölskyldu þinni að gagni við könnun ritninganna. Hann getur auðveldað þér að svara spurningum um fagnaðarerindið, kanna efnisatriði í ritningunum, undirbúa ræður og lexíur og auka þekkingu þína og vitnisburð um fagnaðarerindið.

Eftirfarandi skýringarmynd sýnir dæmi um skráningu í leiðarvísi að ritningunum.

Dæmi

Jörð

Plánetan sem við búum á, sköpuð af Guði með tilstilli Jesú Krists til afnota manninum á dauðlegum reynslutíma hans. Hún verður að lokum dýrðleg gjörð og upphafin (K&S 77:1–2; 130:8–9). Jörðin verður eilíf arfleifð þeirra sem lifað hafa verðugir himneskrar dýrðar (K&S 88:14–26). Þeir munu njóta samvista föðurins og sonarins (K&S 76:62).

Sköpuð fyrir manninn

Kvöldmáltíð Drottins

Niðjar Abrahams

Atriðisorð eru feitletruð.

Stutt skilgreining fylgir hverju atriðisorði.

Sumum atriðisorðum fylgja nánari sundurgreiningar. Þær eru ritaðar skáletri.

Skyldar ritningargreinar eru gefnar í svigum.

Stundum er upplýsingar ekki að finna undir því atriðisorði sem flett er upp. Skáletraða orðið sjá vísar þá til þess atriðisorðs sem upplýsingar veitir.

Stundum hafa önnur atriðisorð í Leiðarvísinum upplýsingar að geyma sem tengjast atriðinu sem verið er að kanna. Skáletruðu orðin sjá einnig vísa þér á þau atriðisorð.

Tilvísanir í ritningargreinar sem auðvelda skilning á atriðinu eru í svigum.

Hverri tilvísun í ritningarnar fylgir stutt tilvitnun eða úrdráttur.

Fylgi strik á eftir skáletraða orðinu sjá (eða sjá einnig) er það merki þess að upplýsingu sé að finna í nánari sundurgreiningu („Niðjar Abrahams“) undir atriðisorðinu („Abraham“).