Ættfræði
Skrá yfir niðja fjölskyldu. Þegar prestdæmisembætti eða sérstakar blessanir voru takmarkaðar við ákveðnar fjölskyldur var ættfræði í ritningunum mjög mikilvæg (1 Mós 5; 10; 25; 46; 1 Kro 1–9; Esra 2:61–62; Nehem 7:63–64; Matt 1:1–17; Lúk 3:23–38; 1 Ne 3:1–4; 5:14–19; Jarom 1:1–2). Í endurreistri kirkjunni nú halda meðlimir kirkjunnar áfram að rekja áatal fjölskyldu sinnar, að hluta til þess að finna með tryggilegum hætti látna forfeður og mæður svo þeir geti framkvæmt frelsandi helgiathafnir fyrir þau. Athafnirnar hafa gildi fyrir þær dánu persónur sem meðtaka fagnaðarerindið í andaheiminum (K&S 127–128).