Opinber yfirlýsing 2
Kenningarleg yfirlýsing varðandi það, hverjir megi hljóta prestdæmi Guðs, nú prentuð á lokasíðum Kenningar og sáttmála. Snemma í júní 1978 opinberaði Drottinn Spencer W. Kimball forseta að prestdæmið ætti að veita öllum verðugum karlkyns meðlimum kirkjunnar. Þetta leiddi til þess að prestdæmið varð aðgengilegt öllum verðugum karlmönnum og musterisblessanir aðgengilegar öllum verðugum meðlimum, án tillits til kynþáttar eða hörundslitar. Hinn 30. september 1978 var þessi yfirlýsing lögð fyrir aðalráðstefnu kirkjunnar og einróma samþykkt.