Gjöf heilags anda
Sá er réttur sérhvers verðugs skírðs meðlims kirkjunnar að njóta að staðaldri áhrifa heilags anda. Að aflokinni skírn mannsins inn í hina sönnu kirkju Jesú Krists, meðtekur hann gjöf heilags anda með handayfirlagningu þess sem rétt vald hefur (Post 8:12–25; Moró 2; K&S 39:23). Veiting á gjöf heilags anda er oft nefnd skírn með eldi (Matt 3:11; K&S 19:31).