Friður Sjá einnig Friðflytjandi; Hvíld; Þúsundáraríkið Í ritningunum getur friður táknað annað hvort frelsi frá átökum og öngþveiti eða innri rósemi og huggun sem andi Guðs veitir hinum trúföstu heilögu. Frelsi frá átökum og öngþveiti Hann stöðvar styrjaldir, Sálm 46:10. Ekki skulu þær temja sér hernað framar, Jes 2:4. Haldið frið við alla menn, hefnið yðar ekki sjálfir, Róm 12:18–21. Enn ríkti áframhaldandi friður í landinu, 4 Ne 1:4, 15–20. Hafnið stríði og boðið frið, K&S 98:16. Dragið upp friðartákn, K&S 105:39. Guðs friður meðal þeirra hlýðnu Nafn hans skal vera Friðarhöfðingi, Jes 9:6. Hinum óguðlegu er enginn friður búinn, Jes 48:22. Fjöldi himneskra herskara lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu, Lúk 2:13–14. Frið læt ég yður eftir, Jóh 14:27. Friður Guðs er æðri öllum skilningi, Fil 4:7. Þegnar Benjamíns konungs öðluðust frið við samvisku sína, Mósía 4:3. Hve yndislegir eru á fjöllunum fætur þeirra sem boða frið, Mósía 15:14–18 (Jes 52:7). Alma ákallaði Drottin og hlaut frið, Al 38:8. Tekið er við öndum hinna réttlátu í friðarríki, Al 40:12. Veitti ég þér ekki hugarró varðandi þetta, K&S 6:23. Gakk í hógværð anda míns og þú munt eiga frið í mér, K&S 19:23. Sá sem vinnur réttlætisverk hlýtur frið, K&S 59:23. Klæðist bandi kærleikans, sem er band fullkomnunar og friðar, K&S 88:125. Sonur minn, friður sé með sál þinni, K&S 121:7. Mér varð ljóst að mín beið meiri friður og ég leitaði blessana feðranna, Abr 1:2.