Þúsundáraríkið Sjá einnig Helja; Síðari koma Jesú Krists Þúsund ára tímabil friðar sem hefst þegar Kristur kemur til að ríkja sjálfur á jörðu (TA 1:10). Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar, Jes 2:4 (Míka 4:3; 2 Ne 12:4). Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið sem Edensgarður, Esek 36:35. Þeir lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár, Op 20:4. Vegna réttlætis þeirra hefur Satan ekkert vald, 1 Ne 22:26. Ég mun dvelja í réttlæti á jörðu í þúsund ár, K&S 29:11. Þegar þúsund árin eru á enda runnin, þá mun ég þyrma jörðunni skamma stund, K&S 29:22. Hið mikla þúsund ára ríki mun koma, K&S 43:30. Börn hinna réttlátu munu vaxa upp syndlaus, K&S 45:58. Börn munu vaxa upp til gamalsaldurs, menn munu breytast á einu augabragði, K&S 63:51. Við upphaf sjöunda árþúsundsins mun Drottinn helga jörðina, K&S 77:12. Þeir lifa ekki aftur fyrr en þúsund árin eru liðin, K&S 88:101. Satan mun bundinn í þúsund ár, K&S 88:110. Þúsundáraríkinu er lýst, K&S 101:23–34. Í þúsund ár skal jörðin hvílast, HDP Móse 7:64.