Hreint og óhreint
Í Gamla testamentinu opinberaði Drottinn Móse og Ísraelsmönnum til forna að einungis ákveðnar fæðutegundir teldust hreinar, eða með öðrum orðum hæfar til matar. Greining Ísraelsmanna á milli hreinnar og óhreinnar fæðu hafði mikil áhrif á samfélag þeirra og trúarlíf. Ákveðin dýr, fuglar og fiskar voru álitin hrein og þau mátti eta, en önnur voru óhrein og forboðin (3 Mós 11; 5 Mós 14:3–20). Menn haldnir ákveðnum sjúkdómum voru einnig taldir óhreinir.
Í andlegum skilningi táknar að vera hreinn sama og að vera laus við synd og syndsamlegar hvatir. Í þessum skilningi er orðið notað til að lýsa þeim sem eru siðsamir og hjartahreinir (Sálm 24:4). Sáttmálsþjóð Drottins hefur alltaf fengið sérstök fyrirmæli um að vera hrein (3 Ne 20:41; K&S 38:42; 133:5).