Júdas Ískaríot Einn af tólf postulum Jesú í Nýja testamenti (Matt 10:4; Mark 14:10; Jóh 6:71; 12:4). Viðurnefni hans þýðir „maður frá Keríjot.“ Hann var af Júda ættkvísl og sá eini postulanna sem ekki var Galíleumaður. Júdas sveik Drottin. Tók við þrjátíu silfurpeningum fyrir að selja Krist í hendur æðstu prestanna, Matt 26:14–16 (Sak 11:12–13). Sveik Drottin með kossi, Matt 26:47–50 (Mark 14:43–45; Lúk 22:47–48; Jóh 18:2–5). Hengdi sig, Matt 27:5. Satan fór í Júdas, Lúk 22:3 (Jóh 13:2, 26–30). Davíð talaði um svik Júdasar við Jesú, Post 1:16 (Sálm 41:10).