Námshjálp
Heródes


Heródes

Stjórnendur og ættmenn í Júdeu nálægt tíma Jesú Krists. Þeir komu mikið við sögu í mörgum atburðum Nýja testamentis. Fjölskyldan var stofnuð af Heródesi konungi sem óttaðist fæðingu frelsarans (Matt 2:3) og skipaði fjöldamorð ungabarna í Betlehem. Á meðal sona hans voru Aristobulus; Heródes Filippus (Matt 14:3; Mark 6:17); Heródes Antipas, fjórðungsstjóri, (Matt 14:1; Lúk 9:7; einnig þekktur sem Heródes konungur, Mark 6:14); Arkelás (Matt 2:22); og Filippus, fjórðungsstjóri í Ítúreu (Lúk 3:1). Heródes Agrippa Ⅰ (Post 12:1–23) og systir Heródesar (Matt 14:3; Mark 6:17) voru börn Aristobulus. Heródes Agrippa Ⅰ átti nokkur börn sem einnig voru nefnd í Nýja testamentinu, þar á meðal Heródes Agrippa Ⅱ (Post 25:13), Berníke (Post 25:13), og Drúsilla, eiginkona Felixar (Post 24:24).

Prenta