Ódauðlegur, ódauðleiki Sjá einnig Dauðlegur, dauðleiki; Friðþægja, friðþæging; Jesús Kristur; Sáluhjálp, hjálpræði; Upprisa Það ástand að lifa eilíflega í upprisnu ástandi, óháður líkamsdauða. Hann er upp risinn, Mark 16:6. Allir munu lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist, 1 Kor 15:22. Dauðinn er uppsvelgdur í sigur þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum, 1 Kor 15:53–54. Kristur afmáði dauðann og leiddi í ljós óforgengileika, 2 Tím 1:10. Andinn og líkaminn eru endurreistir til sjálfs sín á ný, 2 Ne 9:13. Andar sameinast líkömum sínum, hvort tveggja verður ódauðlegt, og getur aldrei framar orðið eyðingunni að bráð, Al 11:45. Hinir trúföstu munu krýndir ódauðleika og eilífu lífi, K&S 75:5. Jörðin verður helguð, ódauðleg og eilíf, K&S 77:1 (K&S 130:9). Verk Guðs og dýrð er að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika, HDP Móse 1:39.