Kristur (orð úr grísku) og Messías (orð úr hebresku) þýða „hinn smurði.“ Jesús Kristur er frumburður föðurins í andanum (Hebr 1:6 ; K&S 93:21 ). Hann er hinn eingetni föðurins í holdinu (Jóh 1:14 ; 3:16 ). Hann er Jehóva (K&S 110:3–4 ) og var forvígður í hina miklu köllun sína fyrir sköpun heimsins. Undir stjórn föðurins skapaði Jesús jörðina og allt sem á henni er (Jóh 1:3, 14 ; HDP Móse 1:31–33 ). Hann fæddist Maríu í Betlehem, lifði syndlausu lífi og gjörði fullkomna friðþægingu fyrir syndir alls mannkyns með því að úthella blóði sínu og gefa líf sitt á krossinum (Matt 2:1 ; 1 Ne 11:13–33 ; 3 Ne 27:13–16 ; K&S 76:40–42 ). Hann reis upp frá dauðum og tryggði þannig upprisu alls mannkyns er að því kæmi. Með friðþægingu Jesú og upprisu, geta þeir sem iðrast synda sinna og halda boðorð Guðs lifað að eilífu hjá Jesú og föðurnum (2 Ne 9:10–12 ; 21–22 ; K&S 76:50–53, 62 ).
Jesús Kristur er mestur allra sem fæðst hafa á þessari jörð. Líf hans er fullkomin fyrirmynd um hvernig allt mannkyn ætti að lifa. Allar bænir, blessanir og helgiathafnir prestdæmis skal gjöra í hans nafni. Hann er Drottinn drottnanna, konungur konunganna, skaparinn, frelsarinn, og Guð allrar jarðar.
Jesús Kristur mun koma aftur með krafti og dýrð til þess að ríkja á jörðu í þúsund ár. Á lokadegi mun hann dæma allt mannkyn (Al 11:40–41 ; JS — M 1 ).
Samantekt á lífi hans (í atburðaröð)
Sagt var fyrir um fæðingu og ætlunarverk Jesú, Lúk 1:26–38 (Jes 7:14 ; 9:6–7 ; 1 Ne 11 ).
Fæddist, Lúk 2:1–7 (Matt 1:18–25 ).
Var umskorinn, Lúk 2:21 .
Var sýndur í musterinu, Lúk 2:22–38 .
Fékk heimsókn vitringanna, Matt 2:1–12 .
Jósef og María flýja með hann til Egyptalands, Matt 2:13–18 .
Var fluttur til Nasaret, Matt 2:19–23 .
Heimsótti musterið 12 ára að aldri, Lúk 2:41–50 .
Átti bræður og systur, Matt 13:55–56 (Mark 6:3 ).
Var skírður, Matt 3:13–17 (Mark 1:9–11 ; Lúk 3:21–22 ).
Var freistað af djöflinum, Matt 4:1–11 (Mark 1:12–13 ; Lúk 4:1–13 ).
Kallaði lærisveinana, Matt 4:18–22 (Matt 9:9 ; Mark 1:16–20 ; 2:13–14 ; Lúk 5:1–11, 27–28 ; 6:12–16 ; Jóh 1:35–51 ).
Fól hinum tólf að hefja störf, Matt 10:1–4 (Mark 3:13–19 ; Lúk 6:12–16 ).
Flutti fjallræðuna, Matt 5–7 .
Sagði fyrir um eigin dauða og upprisu, Matt 16:21 (Matt 17:22–23 ; 20:17–19 ; Mark 8:31 ; 9:30–32 ; 10:32–34 ; Lúk 9:22 ; 18:31–34 ).
Umbreyttist, Matt 17:1–9 (Mark 9:2–8 ; Lúk 9:28–36 ).
Sendi frá sér hina sjötíu, Lúk 10:1–20 .
Sigurganga inn í Jerúsalem, Matt 21:1–11 (Mark 11:1–11 ; Lúk 19:29–40 ; Jóh 12:12–15 ).
Innleiddi sakramentið, Matt 26:26–29 (Mark 14:22–25 ; Lúk 22:19–20 ).
Þjáðist og baðst fyrir í Getsemane, Matt 26:36–46 (Mark 14:32–42 ; Lúk 22:39–46 ).
Var svikinn, handtekinn og yfirgefinn, Matt 26:47–56 (Mark 14:43–53 ; Lúk 22:47–54 ; Jóh 18:2–13 ).
Var krossfestur, Matt 27:31–54 (Mark 15:20–41 ; Lúk 23:26–28, 32–49 ; Jóh 19:16–30 ).
Var reistur upp, Matt 28:1–8 (Mark 16:1–8 ; Lúk 24:1–12 ; Jóh 20:1–10 ).
Birtist eftir upprisu sína, Matt 28:9–20 (Mark 16:9–18 ; Lúk 24:13–48 ; Jóh 20:11–31 ; Post 1:3–8 ; 1 Kor 15:5–8 ).
Steig upp til himna, Mark 16:19–20 (Lúk 24:51–53 ; Post 1:9–12 ).
Að taka á okkur nafn Jesú Krists
Ekkert annað nafn getur frelsað okkur, Post 4:12 (2 Ne 31:21 ).
Postularnir glöddust yfir því að vera virtir þess að þola háðung vegna nafns Jesú, Post 5:38–42 .
Þetta er hans boðorð, að vér skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists, 1 Jóh 3:23 .
Vitnið að þér séuð fúsir að taka á yður nafn Krists með skírn, 2 Ne 31:13 .
Ég vil að þér takið á yður nafn Krists, Mósía 5:6–12 (Mósía 1:11 ).
Hver sá, sem hafði hug á að taka á sig nafn Krists, gekk í kirkju Guðs, Mósía 25:23 .
Allir sem raunverulega trúðu á Krist, tóku fúslega á sig nafn Krists, Al 46:15 .
Hlið himins stendur þeim opið, sem vilja trúa á nafn Krists, He 3:28 .
Blessaður er sá, sem reynist nafni mínu trúr á efsta degi, Et 4:19 .
Þau eru fús til að taka á sig nafn sonarins, Moró 4:3 (K&S 20:77 ).
Birting Krists eftir jarðlífið
Þegar Jesú var upprisinn birtist hann fyrst Maríu, Mark 16:9 (Jóh 20:11–18 ).
Jesús gekk með og talaði við tvo af lærisveinunum á veginum til Emmaus, Lúk 24:13–34 .
Jesús birtist postulunum sem þreifuðu á höndum hans og fótum, Lúk 24:36–43 (Jóh 20:19–20 ).
Jesús birtist Tómasi, Jóh 20:24–29 .
Jesús birtist lærisveinunum við Tíberíasvatn, Jóh 21:1–14 .
Jesús þjónaði í fjörutíu daga eftir upprisuna, Post 1:2–3 .
Stefán sá Jesús standa til hægri handar Guði, Post 7:55–56 .
Jesús birtist Sál, Post 9:1–8 (ÞJS, Post 9:7 ; Post 26:9–17 ).
Fleiri en 500 sáu Krist, 1 Kor 15:3–8 .
Joseph Smith og Sidney Rigdon sáu Jesú til hægri handar Guði, K&S 76:22–23 .
Joseph Smith og Oliver Cowdery sáu Drottin í Kirtland musterinu, K&S 110:1–4 .
Allir menn koma fyrir Guð og verða dæmdir af honum, í samræmi við sannleikann og helgi þá sem er í honum, 2 Ne 2:10 .
Frammi fyrir Guði verðið þér dæmdir af verkum yðar, Al 5:15 (Al 12:15 ; 33:22 ; 3 Ne 27:14 ).
Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns, Matt 16:27 .
Gjör mig dýrlegan með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér, áður en heimur varð til, Jóh 17:5 .
Hinn heilagi Ísraels hlýtur að ráða ríkjum með mikilli dýrð, 1 Ne 22:24 .
Vér lifðum í von um dýrð hans, Jakob 4:4 .
Sonur Guðs kemur í dýrð sinni, Al 5:50 .
Hann útskýrði allt, frá upphafinu, þar til hann kæmi í dýrð sinni, 3 Ne 26:3 .
Ég hef gefið yður eftirdæmi, Jóh 13:15 .
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, Jóh 14:6 .
Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor, 1 Pét 2:21 .
Fylgi maðurinn ekki staðfastlega fordæmi hins lifanda Guðs, getur hann ekki frelsast, 2 Ne 31:16 .
Ég vil að þér séuð fullkomnir, eins og ég, 3 Ne 12:48 .
Þetta skuluð þér ætíð gjöra eins og ég hef gjört það, 3 Ne 18:6 .
Ég hef sýnt yður fordæmi, 3 Ne 18:16 .
Þau verk, sem þér hafið séð mig vinna, þau skuluð þér einnig vinna, 3 Ne 27:21, 27 .
Sannir fylgjendur Jesú Krists verða honum líkir, Moró 7:48 .
Spádómar um fæðingu og dauða Jesú Krists
Samúel Lamaníti spáði degi, nóttu og degi sem samfelldum degi; nýrri stjörnu og öðrum táknum, He 14:2–6 .
Samúel Lamaníti spáði myrkvun, þrumum og eldingum og að jörð mundi nötra, He 14:20–27 .
Tákn um fæðing Jesú komu fram, 3 Ne 1:15–21 .
Tákn um dauða Jesú komu fram, 3 Ne 8:5–23 .
Abel fórnaði frumburðum hjarðar sinnar, 1 Mós 4:4 (HDP Móse 5:20 ).
Tak einkason þinn, Ísak, og bjóð hann fram að fórn, 1 Mós 22:1–13 (Jakob 4:5 ).
Drottinn bauð Ísraelsbörnum að fórna flekklausum lömbum, 2 Mós 12:5, 21, 46 (4 Mós 9:12 ; Jóh 1:29 ; 19:33 ; 1 Pét 1:19 ; Op 5:6 ).
Þetta er brauðið sem Drottinn hefur fengið yður að eta, 2 Mós 16:2–15 (Jóh 6:51 ).
Þú skalt ljósta klettinn og mun vatn spretta af honum, svo að fólkið megi drekka, 2 Mós 17:6 (Jóh 4:6–14 ; 1 Kor 10:1–4 ).
Hafurinn skal bera á sér öll afbrot þeirra, 3 Mós 16:20–22 (Jes 53:11 ; Mósía 14:11 ; 15:6–9 ).
Móse festi upp höggorm af eiri og héldu þeir lífi er á hann litu, 4 Mós 21:8–9 (Jóh 3:14–15 ; Al 33:19 ; He 8:14–15 ).
Jónas var í maga fiskjarins í þrjá daga, Jónas 1:17 (Matt 12:40 ).
Tilvist Krists í fortilverunni
Í upphafi var Orðið hjá Guði. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, Jóh 1:1, 14 (1 Jóh 1:1–3 ).
Áður en Abraham fæddist, er ég, Jóh 8:58 .
Gjör mig dýrlegan með þeirri dýrð sem ég hafði hjá þér, áður en heimur varð til, Jóh 17:5 .
Sannarlega sá Jesaja lausnara minn, á sama hátt og ég og Jakob bróðir minn sáum hann, 2 Ne 11:2–3 .
Á komandi degi kem ég í heiminn, 3 Ne 1:12–14 .
Kristur var áður en heimurinn varð til, 3 Ne 26:5 (Jóh 6:62 ).
Eins og ég birtist þér mun ég birtast þjóð minni í holdinu, Et 3:14–17 .
Minn elskaði sonur, sem var minn elskaði og útvaldi frá upphafi, HDP Móse 4:2 .
Drottinn sagði: Hvern á ég að senda? Og einn svaraði, líkur mannssyninum: Hér er ég, send mig, Abr 3:27 .
Jesús kenndi eins og sá sem valdið hefur, Matt 7:28–29 (Mark 1:22 ).
Mannssonurinn hefur vald á jörðu til fyrirgefningar synda, Matt 9:6 .
Jesús skipaði óhreinum öndum með valdi og þeir hlýddu honum, Mark 1:27 (Lúk 4:33–36 ).
Jesús vígði hina tólf svo þeir hefðu vald, Mark 3:14–15 .
Vald fylgdi orðum Jesú, Lúk 4:32 .
Faðirinn fól syninum allan dóm, Jóh 5:22, 27 .
Guð smurði Jesú heilögum anda og krafti, Post 10:38 .
Kristur var útvalinn áður en veröldin var grundvölluð, 1 Pét 1:20 (Et 3:14 ).
Kristur hefur lykla heljar og dauða, Op 1:18 .
Allir menn verða Kristi undirgefnir, 2 Ne 9:5 .
Jesús Kristur, Guðssonurinn, er faðir himins og jarðar, skapari allra hluta frá upphafi, He 14:12 .
Vitnisburðir fluttir um Jesú Krist
Páll vitnaði að Jesús er Kristur, Post 18:5 .
Jafnvel illir andar vitnuðu að þeir þekktu Krist, Post 19:15 .
Enginn maður getur sagt að Jesús sé Drottinn nema fyrir heilagan anda, 1 Kor 12:3 .
Sérhvert kné skal beygja sig og sérhver tunga játa að Jesús Kristur er Drottinn, Fil 2:10–11 .
Vér tölum um Krist, fögnum í Kristi, prédikum um Krist, spáum um Krist, 2 Ne 25:26 .
Mormónsbók er til þess að sannfæra Gyðinga og Þjóðirnar um að Jesús er Kristur, 2 Ne 26:12 (Titilsíða Mormónsbókar ).
Spámennirnir og ritningarnar vitna um Krist, Jakob 7:11, 19 .
Leitið þessa Jesú sem spámennirnir og postularnir hafa talað um, Et 12:41 .
Við sáum hann og heyrðum röddina bera vitni að hann er hinn eingetni, K&S 76:20–24 .
Þetta er eilíft líf — að þekkja Guð og Jesú Krist, K&S 132:24 .
Vér trúum á Guð, hinn eilífa föður, og á son hans, Jesú Krist, TA 1:1 .
Vér trúum að Kristur muni sjálfur ríkja hér á jörðu, TA 1:10 .