Dómari, dómur Sjá einnig Fordæma, fordæming; Jesús Kristur — Dómari; Lokadómur Að meta hegðun í ljósi reglna fagnaðarerindisins; að ákvarða; að greina gott frá illu. Móse mælti lýðnum lögskil, 2 Mós 18:13. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn, 3 Mós 19:15. Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir, Matt 7:1 (ÞJS, Matt 7:1–2; Lúk 6:37; 3 Ne 14:1). Allir sem syndgað hafa undir lögmáli munu dæmast af lögmáli, Róm 2:12. Hinir heilögu munu dæma heiminn, 1 Kor 6:2–3. Heimurinn dæmdi son hins ævarandi Guðs, 1 Ne 11:32. Hinir tólf postular lambsins munu dæma tólf ættkvíslir Ísraels, 1 Ne 12:9 (K&S 29:12). Dauði, helja, djöfull og allt sem þau hafa þrifið til sín verða að dæmast, 2 Ne 28:23 (1 Ne 15:33). Ef þér dæmið manninn sem biður yður um aðstoð, svo að hann farist ekki, og fordæmið hann, hversu miklu réttvísari verður ekki yðar eigin fordæming fyrir að halda í eigur yðar, Mósía 4:22. Menn skulu dæmdir eftir verkum sínum, Al 41:3. Dæmdu réttsýnt, þá mun réttlátur dómur endurreistur þér, Al 41:14. Eftir bókunum sem ritaðar verða mun heimurinn dæmdur, 3 Ne 27:23–26 (Op 20:12). Leifar þessarar þjóðar munu dæmdar af hinum tólf sem Jesús valdi í þessu landi, Morm 3:18–20. Mormón útskýrði hvernig dæma skal um gott og illt, Moró 7:14–18. Settu traust þitt á þann anda, sem leiðir þig til að dæma réttlátlega, K&S 11:12. Þér ættuð að segja í hjarta yðar — látum Guð dæma milli mín og þín, K&S 64:11. Kirkja Drottins mun dæma þjóðirnar, K&S 64:37–38. Sonurinn vitjaði andanna í varðhaldi svo þeir mættu dæmast eins og menn í holdinu, K&S 76:73 (1 Pét 4:6). Biskup skal vera almennur dómari, K&S 107:72–74. Drottinn mun dæma alla menn samkvæmt verkum þeirra, samkvæmt því, sem hjörtu þeirra þrá, K&S 137:9.