Námshjálp
Harmagedón


Harmagedón

Nafnið Harmagedón er dregið af hebresku Har Megiddon, eða „fjallið Megiddó.“ Megiddó dalurinn er vesturhluti Esdraelonsléttunnar, áttatíu kílómetra norður af Jerúsalem og voru þar háðar nokkrar úrslitaorrustur á tímum Gamla testamentisins. Mikil lokaátök sem eiga munu sér stað nokkru fyrir síðari komu Krists eru kölluð orrustan við Harmagedón vegna þess að þau munu hefjast á sama stað. (Sjá Esek 39:11; Sak 12–14, sérstaklega 12:11; Op 16:14–21.)